Það er vorhret á glugga..

..napur vindur sem hvín.

Og tunglið er á hliðinni og allt er skrítið. 

Mikið óskaplega er ég þakklát fyrir heita vatnið og upphituðu húsin heima. Þótt það sé hlýtt úti fyrir Íslending (miðað við Ísland), þá verða húsin fáránlega köld þegar það kvöldar og engin er upphitunin. 

Í dag ætti að vera síðasti dagur þessa vorhrets sem við virðumst hafa komið með frá Íslandi, þannig að miðað við veðurspánna ætti hitinn ekki að fara niður fyrir 20°C yfir daginn það sem eftir er. 

Vúhú fyrir því.

Comments

Popular Posts