Pýramídarnir og Heita Augað
Í fyrradag var farið í voða tíbíska ferð að pýramídunum.
Ég fór aftur með Maha og vinum hennar og það tók nú sinn tíma að komast bara á svæðið.
Þegar við sáum pýramídana fyrst þá fannst mér þeir ekkert voða spes, sennilega af því að mér leið eins og þetta væru bara einhver eyðimerkurfjöll. Svo þegar ég kom nær og fór að hugsa um að þetta væru nú manngerð eyðimerkurfjöll þá færðist yfir mig aðdáunartilfinning. Og sú tilfinning að líða eins og litlum maur.
Þegar við vorum enn í bílnum komu fullt af gaurum og voru að reyna að selja okkur ferðir að pýramídunum á hestvagni og á kameldýrum og þeir voru mjög ágengir og þar sem ég sat aftur í og skildi ekki neitt leið mér eins og þeir væru geðveikt reiðir og var komin með áhyggjur. Leið frekar óþægilega. En neinei þeir voru bara að prútta.
Endaði á því að við fengum tvær hestakerrur og fórum þrjú í aðra og Ola og Hagar í hina.
Þegar við komum að hliðinu inn á svæðið þurftum við að fara úr vögnunum og labba í gegnum eitthvað hlið.
Ég skil ekki alveg tilganginn með hliðinu en þar var allavega verið að tjékka á skilríkjum og athuga hvort fólk væri egypskt eða ekki. Samt var þetta ekki pleisið þar sem maður borgaði.
Ég á náttúrulega engin egypsk skilríki eða nein skjöl sem sanna það að ég sé hálf egypsk.
Einhver almennilegur lögreglumaður sagði mér bara að þegja við hliðið þar sem maður borgaði svo það kæmist ekki í ljós að ég væri ekki egypsk.
Meðan Mango fór að kaupa miðana stóðum við stelpurnar kannski aðeins of nálægt hliðinu til að vera að tala ensku. Málið er að það er ódýrara fyrir Egypta að fara á svona staði en túrista (af því að túristar eru væntanlega allir loaded with moneyhhh - einmitt) og þó að 70 LE (livre egyptienne) er ekki mikið fyrir mig þannig séð þá er náttúrulega mun skemmtilegra að borga 2 LE (40 krónur...).
Ég fór aftur með Maha og vinum hennar og það tók nú sinn tíma að komast bara á svæðið.
Þegar við sáum pýramídana fyrst þá fannst mér þeir ekkert voða spes, sennilega af því að mér leið eins og þetta væru bara einhver eyðimerkurfjöll. Svo þegar ég kom nær og fór að hugsa um að þetta væru nú manngerð eyðimerkurfjöll þá færðist yfir mig aðdáunartilfinning. Og sú tilfinning að líða eins og litlum maur.
Þegar við vorum enn í bílnum komu fullt af gaurum og voru að reyna að selja okkur ferðir að pýramídunum á hestvagni og á kameldýrum og þeir voru mjög ágengir og þar sem ég sat aftur í og skildi ekki neitt leið mér eins og þeir væru geðveikt reiðir og var komin með áhyggjur. Leið frekar óþægilega. En neinei þeir voru bara að prútta.
Endaði á því að við fengum tvær hestakerrur og fórum þrjú í aðra og Ola og Hagar í hina.
Þegar við komum að hliðinu inn á svæðið þurftum við að fara úr vögnunum og labba í gegnum eitthvað hlið.
Ég skil ekki alveg tilganginn með hliðinu en þar var allavega verið að tjékka á skilríkjum og athuga hvort fólk væri egypskt eða ekki. Samt var þetta ekki pleisið þar sem maður borgaði.
Ég á náttúrulega engin egypsk skilríki eða nein skjöl sem sanna það að ég sé hálf egypsk.
Einhver almennilegur lögreglumaður sagði mér bara að þegja við hliðið þar sem maður borgaði svo það kæmist ekki í ljós að ég væri ekki egypsk.
Meðan Mango fór að kaupa miðana stóðum við stelpurnar kannski aðeins of nálægt hliðinu til að vera að tala ensku. Málið er að það er ódýrara fyrir Egypta að fara á svona staði en túrista (af því að túristar eru væntanlega allir loaded with moneyhhh - einmitt) og þó að 70 LE (livre egyptienne) er ekki mikið fyrir mig þannig séð þá er náttúrulega mun skemmtilegra að borga 2 LE (40 krónur...).
Svo förum við að hliðinu og þar eru tveir gæjar. Fyrri gæinn tekur miðana og ætlar að hleypa okkur inn. Gæinn við hliðiná honum er e-ð "blabla og bendir á mig."
Þá hafði hann semsagt heyrt okkur tala ensku og ætlaði ekkert að hleypa mér inn með ég-er-Egypti-miða.
Og þá fóru krakkarnir e-ð að þrasa við þá - geri ráð fyrir að þau hafi verið að segja að ég og Maha værum frænkur og ég væri Egypsk en talaði ekki Egypsku. Og þá vildu þeir fá egypsk skilríki sem ég átti náttúrulega ekki og það endaði á því að ég var orðin rosalega pirruð og sagði
"ana misraya, ana ismik ee Miriam Ahmed Awad"
("ég er egypsk, ég heiti Miriam Ahmed Awad" - er semsagt eins kerfi hérna og á Íslandi, nema það er ekkert "dóttir" eða "son" maður heitir bara nafni föður síns og svo ættarnafninu. Margir sem halda að Petra sé eitthvað svoleiðis hjá mér.)
og fyrri gæinn sem ætlaði að hleypa okkur inn spurði mig hvort ég talaði arabísku og ég sagði "ekki mikið" - á arabísku og hann bara, já endilega, farið inn.
Og hinn gæinn voða súr.
Allavega svo fórum við í hestvagnana okkar aftur og guidinn okkar reyndi að tala á ensku svo ég myndi skilja um hvað hann væri að tala. Það var voða þægilegt en enskan hans var ekkert sú besta.
Gott móment þegar hann var að tala um eitthvað skip.
Guide: "Then they take the sheep to here with the rock for pyramid."
Ég: "Sheep?"
Guide: "You know sheep?"
Ég: "öhh... yes." - Hvaða kindur er maðurinn að tala um..?
Guide: "Look, sheep there."
Ég: "Ahhhh.. ship. Ship, not sheep."
Guide: "Yes. Sheep."
Brosir tannlausu brosi.
Allavega það var rosalega gaman.
Tókum fullt af myndum og svo reyndu gæjarnir náttúrulega að hafa af mér pening þegar krakkarnir heyrðu ekki til. Sem ég gerði ekki. Var reyndar alveg brjáluð þegar gæinn sem var með kameldýrið stoppaði og sagði "You can pay me now" og ég bara I dont have any money it is in my bag.
Taskan var semsagt í hestakerrunni og neinei þá hrópar hann bara á guide-inn að ná í töskuna mína og hann e-ð tekur fyrst töskuna hennar Maha og er e-ð "is this your bag?"
Og ég bara brjáluð að hann ætti ekki að snerta töskurnar okkar og krakkarnir taka eftir þessu og eru alveg frekar pirruð líka.
Ég endaði á því að borga engum tips, ég íhugaði að borga guideinum okkar tips þangað til hann fór að biðja mig um pening líka þegar krakkarnir heyrðu ekki til.
Þegar hann var búinn að keyra okkur að hliðinu þar sem bíllinn var eftir ferðina reyndi hann að fá frá mér pening en ekki séns að ég hefði áhuga á að gefa manninum nokkuð þar sem hann keyrði með okkur í gegnum einhvern ruslahaug sem lyktaði ógeðslega og ég fékk fáránlega mikinn asma bara á því að keyra þar í gegn.
Allavega á leiðinni heim leið mér frekar illa, var ógeðslega heitt, sveitt og þreytt.
Sofnaði á leiðinni og komst loks heim í sturtu og fór í skemmtilegt matarboð.
Í gær fór ég svo með Yasmine og Pýramída-hópnum til Ain El Shokna sem er flói við Rauðahafið, aðeins um tveggja klukkutíma akstur frá Cairo. Þ.e.a.s. þegar fólk keyrir eins og brjálæðingar.
Þar komst ég á ströndina og fékk góðan mat eftir á, allavega mat sem bragðaðist miiiiiiklu betur en hann leit út fyrir að vera.
Mér fannst æðislega gaman enda ekki komist á strönd í margar aldir en Mango og Maha gerðu ekkert annað liggur við en að afsaka fyrir hvað við hefðum lagt seint af stað og þ.a.l. ekki getað eytt eins miklum tíma í sólinni.
Mér var nett sama, ég komst í sjóinn og ég tanaði grimmt.
Og ég sá höfrunga!
Ljúfa líf.
Nú skelli ég mér til Alexandríu um helgina og verð tölvulaus.
---
I'm sorry about not having time for translating this to English. I will do it when I get back from Alex. Have to go to the trainstation.
Goodbye!
Comments