Um búrkur og Borio
Í gærkvöldi ætlaði ég að fara út að skokka með Yasmine.
Já þetta fólk þarf víst að halda sér í formi eins og flestir aðrir, var eiginlega að vona að þetta væri bara e-ð í genunum.
En það eru jú til feitir Egyptar líka. Sá einn á flugvellinum og svo var einn í sjónvarpinu áðan á Fatafeat (matreiðslustöðin) og einhver gella að reyna að kenna honum að elda heilsusamlegri mat.
So far, tveir feitir Egyptar. Svo var reyndar hræðilega klædd, pínu feit kona í sjónvarpinu áðan. Hún var í gylltri peysu, með dökkfjólubláan augnskugga, stóra gullhálfesti, svartri glimmerpeysu innan undir hinni og með hlébarðaklút á hausnum.
Yarab! (omg!)
Tabyallah, ég er farin að skilja samtöl á arabísku, eða svona, get oft áttað mig á samhenginu þegar fólk er að tala saman og jafnvel þegar það er talað við mig. So far gengur mér best að svara bara já takk og nei takk og segja ha? eða eih da? sem þýðir "Whats that?".
Jú og svo er uppáhalds setningin "asli masri" - original Egyptian.
Komst síðan að því að nú á víst að vera ekkert mál (jæja, amk minna en það var) fyrir mig að fá egypskan ríkisborgararétt, sem væri náttúrulega geðveikt, þá þyrfti ég aldrei VISA/vegabréfsáritun til að komast hingað. Pabbi ætlar amk að fara og fá sér svona nýtt ID card sem mun auðvelda helling fyrir hann, það á amk að vera lítið mál þar sem hann er með fæðingarvottorðið.
Var mikið vesen hérna í Old Egypt.
BBC talar btw alltaf um "New Egypt" núna eftir byltingu.
Fékk það leiðrétt áðan að fólk hélst alveg í hendur fyrir byltingu en það var voða sjaldgæft og virðist vera mun minna mál núna.
Sem er bara gott.
Við beiluðum á því að fara að skokka áðan vegna þess að það var "of kalt". Whatever skilurðu, ég er ekki með einhvern kuldagalla með mér en jújú ég finn alveg að það er ekki steikjandi hiti.
Tek líka eftir því að húsin hérna eru ekki upphituð, helsti munurinn held ég að mér verður actually kalt inni vegna þess að það er kalt inni. Ekki bara af því að ég er e-ð illa klædd.
Á þessum tíma árs myndi enginn heilvita maður labba um hálf ber heima hjá sér (væntanlega myndi enginn gera það með blönduð kyn á heimilinu en jújú okey kannski lítil börn) því það er bara of kalt inni.
Á sumrin er síðan svalt inni á daginn útaf allir sem eiga efni á því eru með loftkælingu, flestir reyndar splæsa í loftkælingu, það er bara eiginlega must have hérna á sumrin en svo getur orðið rosalega kalt hérna á nóttinni - þótt það sé billjón stiga hiti á daginn.
Þannig að í staðin fyrir að fara út að skokka fórum við í smá göngutúr "around the block". Sáum meðal annars mjög söngelskan gæja með vagn að selja hnetur og e-ð svona snakk. Var í svona gráum, síðum kufli (sem lítur út eins og síð skyrta). Reyndar þá getur verið að hann hafi bara verið að söngla að hann væri að selja dót frekar en bara að syngja yfirhöfuð.
Stoppuðum í sjoppu, sem var eiginlega bara eins og skápur úr steypu og þær vörur sem eru fyrir framan á borði eru settar í standrýmið inni þegar það er lokað. Þar keyptum við kex fyrir mig af því að mig langaði svo í Oreo.
Eeeen það eru ekki til Oreo kex hérna heldur er til sérstök egypsk útgáfa sem heitir því sjúklega frumlega nafni Borio.
Borio líta alveg út eins og Oreokex nema það stendur Borio á þeim, þau eru minni að þvermáli og það er minna krem á þeim. Og jú þau eru brún en ekki svona svört eins og Oreokex. Bassem sagði mér að á McDonalds í Egypt nota þeir Borio í Oreo McFlurryinn, þvílíkt svindl. Bragðið er samt mjög svipað og ég gæti alveg sætt mig við Borio ef það væri ekki svona lítið krem.
Kremið er essential!
Las um það í túristabæklingi í dag að fyrsta verkfallið í mannkynssögunni sem vitað er um var e-n tímann 1000 og e-ð fyrir krist þegar verkamenn sem voru að byggja grafhýsi neituðu að vinna útaf því að skammturinn þeirra af augnmálningu og rakakremi hafði seinkað.
Það sem virkilega skiptir máli haha!
Á meðan við löbbuðum komst ég líka að því að ég væri sennilega dauð ef ég væri hérna on my own. Ekki af því að Egyptar séu e-ð ofbeldisfullir svona úti á götu, það starir náttúrulega enginn á mig hérna, lítandi út eins og local.
Hinsvegar eru hér margir bílar. Bílar sem keyra hratt, flauta á fullu og birtast að því er virðist bara upp úr þurru. Yasmine sem betur fer var dugleg að grípa í mig ef ég ætlaði að ganga út í skjótann dauðann. Meira segja maður á reiðhjóli sem var næstum búinn að hjóla á okkur.
Það er náttúrulega eiginlega sjálfsagt mál að fólk gangi á götunum hérna. Heima gengur maður á götunni ef það er ekki gangstétt. Það er alls ekki málið hérna sýndist mér því það eru alveg gangstéttir en það virðist enginn nota þær.
Þær voru líka miklu hærri en maður er vanur, svona eins og að labba upp eina háa tröppu en ekki stíga upp á gangstétt.
Sá að pabba fannst það erfitt, enda slæmur í fótunum. Kannski eru Egyptar bara almenn slæmir í fótunum.
Það var enginn sérstakur kvöldmatur í kvöld enda borðuðum við æðislegan hádegismat sem innifól súpu - sem ég borðaði alla aldrei þessu vant! - langar grænar baunir í tómatsósu með hrísgrjónum, kjötbollur og kartöflur í tómatsósu og egypskt brauð.
Tómatsósa er ekki ketchup heldur svona.. tómat..sósa. You know what I mean!
Kvöldið er búið að vera rosalega kósí, ég og Bassem bjuggum til svona dagatals-plan yfir hvað við viljum gera þessa daga sem við verðum hér og meðal þess sem búið er að skrá niður á blað er að fara í Khan el Khalili sem er eldgamall basar í gamla hluta Cairo, fara að sigla á Níl, fara á eitthvað svaka fancy kaffihúsasvæði og kíkja í City Stars mollið sem er það stærsta í Egyptalandi (og jafnvel með því stærra á miðausturlöndum?), auðvitað eru Pýramídarnir og Sphinxinn á þessum lista sem og Cairo Museum og Tahrir torg. Hlakka ekkert smá til að komast þangað. Verður upplifelsi!
Talandi um Tahrir, Yasmine á nokkur myndbönd í símanum sínum síðan hún fór sjálf á Tahrir. Finnst það alveg frábært, að sjá þessi myndbönd sem hún tók sjálf upp.
Yasmine og Bassem eru bæði mjög ánægð með að Mubarak sé farinn en mér finnst eins og Bassem sé aðeins sannfærðari um að það sé gott. Mamma þeirra er ein af þeim sem fannst að það hefði átt að leyfa honum að klára út tímabilið sitt. En þau vona bara allt það besta.
Skyldi það á Bassem í gær þegar hann var að tala við pabba á arabísku að herinn væri ekkert æstur í að halda völdum hérna, sem er gott. Sko mig að átta mig á því samhengi! Hjálpaði reyndar að þau nota enskuslettur mikið, sem er ekkert endilega algengt hérna, heldur gera þau það bara.
Nú er ég nývöknuð og komin fram, planið í dag er að heimsækja einhverja gamla frænku sem ég er ekki alveg viss um hvað heitir, rámar í að það sé Magda, og sá sem ætlar að vera með okkur í dag er enginn annar en maðurinn sjálfur sem vildi giftast mér. Frábært. Það verður áhugavert.
Ég og pabbi ætlum líka að stoppa og kaupa póstkort og ég ætla að reyna að komast í hraðbanka og ná mér í pening svo ég þurfi ekki að hafa peningaveskið með of mikið.
Yasmine sagði mér svo í gær að hinn árlegi sandstormur er ekki kominn svo ef hann kemur á meðan við erum hér (sem væri náttúrulega stórmerkilegt upplifelsi) þá þyrftum við að hanga inni á meðan. Vonandi gerist þetta ekki og ef það þarf endilega að gerast þá taki það ekkert of langan tíma.
Svo fylgir þessu oft smá rigning og þá verður reyndar allt rosalega fallegt og grænt - því trén virðast frekar þurr hérna.. enda rignir voooðalega lítið.
Svo áður en ég lýk þessu langa upplýsingatroðna morgunbloggi ætla ég að tækla eitt málefni sem margir heima pæla mikið í.
Slæðumál.
Í fyrsta lagi ætla ég að flokka þetta rétt.
Fólk talar gjarnan um búrkur. Það sér konu með slæðu á hárinu og segir að hún sé í búrku.
En, búrka er aðeins og algjörlega aðeins sá klæðnaður sem er svartur og hylur konur frá toppi til táar og svo er misjafnt hvort það sést ekkert í andlit, bara í augu eða það sést í andlit. Þær búrkuklæddar konur hérna sem ég hef séð so far eru með andlitið sjáanlegt en það er að sjálfsögðu allur skalinn á þessu.
Búrkur geta reyndar verið öðruvísi á litinn en svartar en svo er líka algengt að í staðin fyrir að vera í búrku þá eru þær með slæðu, víða skyrtu og víðar buxur í stíl þannig að þetta rennur allt saman.
Svo er það bara slæðan. Konur sem ganga í "venjulegum" fötum (hvað er svosem venjulegt?) og eru með slæðu á hárinu eru ekki í búrku. Slæðan kallast hijaab.
Yasmine frænka mín er til dæmis með hijaab þegar hún fer út. Afhverju er hún með hijaab?
Hún gengur með hijaab af því að henni finnst hún líta út fyrir að vera eldri þegar hún er með hijaab. Hún vinnur náttúrulega í fyrirtæki pabba síns og er yfirmaður þar. Nema hvað að hún er með voðalega unglegt andlit og þegar maður sér hana slæðulausa, sem er bara alltaf hérna heima, þá finnst mér eins og hún sé í mesta lagi.. 24 ára en ekki 33. Þannig að hún vill líta út fyrir að vera eldri svo hún geti sinnt starfi sínu almennilega.
Það er misjafnt hvernig maður gengur með slæðuna, sumir láta hana hylja hálsinn líka, Yasmine gerir það ekki alltaf, hún bindur hana stundum í hnút aftan á hnakkanum og er bara með hana yfir hárinu.
Hún á líka nokkrar slæður sem hún skiptist á að nota, þetta er bara eins og hver annar tískufylgihlutur.
Við töluðum um þetta í gær, ég held til dæmis að ein af ástæðunum fyrir því að þær "púlla" þetta svona vel hérna er að þær eru allar með svo dökk augu og augnhár að það kemur ekkert endilega illa út. Eða mér finnst það amk.
Svo sagði hún mér líka að oft í fátækari hverfunum þá nota konur þetta af því að þær hafa ekki efni á því að fara á hárgreiðslustofur eða til að þvo hárið reglulega og þá hafa þær það frekar skítugt og nota slæðuna bara til að hylja það.
Sem ég skil alveg voðalega vel. Mér líður alltaf ömurlega þegar ég veit að hárið mitt er ógeðslega skítugt, væri ekkert óvitlaust að vera bara með slæðu til að hylja hárið þá!
Þannig að milli Egypta er rosalega mikill munur á þessu og þetta er alls ekkert endilega trúartengt, þó það sé auðvitað þannig að þegar konur fara í moskur verða þær að vera með hijaab og í langerma skyrtum og svona, þá dags daglega er það ekki endilega þannig.
Kona sem maður myndi sjá mjög mikið klædda að biðja fer kannski í vinnuna í gallabuxum og skyrtu.
Mamma krakkanna til dæmis þegar hún er að biðja hérna heima, sem hún gerir nokkrum sinnum á dag (hef aldrei séð þau tvö taka sér tíma og biðja, kannski einhver kynslóðarmunur?), klæðir sig upp fyrst. Setur á sig hijaab og vefur um sig stórum klút til að hylja líkamann frekar.
Svo þegar því er lokið þá klæðir hún sig úr því.
Vona að þetta hafi svarað einhverjum spurningum áhugasamra um þennan hluta menningarinnar.
Nóg í bili,
til hamingju með afmælið elsku mamma!
Ástarkveðjur frá Cairo,
Miriam Petra
Já þetta fólk þarf víst að halda sér í formi eins og flestir aðrir, var eiginlega að vona að þetta væri bara e-ð í genunum.
En það eru jú til feitir Egyptar líka. Sá einn á flugvellinum og svo var einn í sjónvarpinu áðan á Fatafeat (matreiðslustöðin) og einhver gella að reyna að kenna honum að elda heilsusamlegri mat.
So far, tveir feitir Egyptar. Svo var reyndar hræðilega klædd, pínu feit kona í sjónvarpinu áðan. Hún var í gylltri peysu, með dökkfjólubláan augnskugga, stóra gullhálfesti, svartri glimmerpeysu innan undir hinni og með hlébarðaklút á hausnum.
Yarab! (omg!)
Tabyallah, ég er farin að skilja samtöl á arabísku, eða svona, get oft áttað mig á samhenginu þegar fólk er að tala saman og jafnvel þegar það er talað við mig. So far gengur mér best að svara bara já takk og nei takk og segja ha? eða eih da? sem þýðir "Whats that?".
Jú og svo er uppáhalds setningin "asli masri" - original Egyptian.
Komst síðan að því að nú á víst að vera ekkert mál (jæja, amk minna en það var) fyrir mig að fá egypskan ríkisborgararétt, sem væri náttúrulega geðveikt, þá þyrfti ég aldrei VISA/vegabréfsáritun til að komast hingað. Pabbi ætlar amk að fara og fá sér svona nýtt ID card sem mun auðvelda helling fyrir hann, það á amk að vera lítið mál þar sem hann er með fæðingarvottorðið.
Var mikið vesen hérna í Old Egypt.
BBC talar btw alltaf um "New Egypt" núna eftir byltingu.
Fékk það leiðrétt áðan að fólk hélst alveg í hendur fyrir byltingu en það var voða sjaldgæft og virðist vera mun minna mál núna.
Sem er bara gott.
Við beiluðum á því að fara að skokka áðan vegna þess að það var "of kalt". Whatever skilurðu, ég er ekki með einhvern kuldagalla með mér en jújú ég finn alveg að það er ekki steikjandi hiti.
Tek líka eftir því að húsin hérna eru ekki upphituð, helsti munurinn held ég að mér verður actually kalt inni vegna þess að það er kalt inni. Ekki bara af því að ég er e-ð illa klædd.
Á þessum tíma árs myndi enginn heilvita maður labba um hálf ber heima hjá sér (væntanlega myndi enginn gera það með blönduð kyn á heimilinu en jújú okey kannski lítil börn) því það er bara of kalt inni.
Á sumrin er síðan svalt inni á daginn útaf allir sem eiga efni á því eru með loftkælingu, flestir reyndar splæsa í loftkælingu, það er bara eiginlega must have hérna á sumrin en svo getur orðið rosalega kalt hérna á nóttinni - þótt það sé billjón stiga hiti á daginn.
Þannig að í staðin fyrir að fara út að skokka fórum við í smá göngutúr "around the block". Sáum meðal annars mjög söngelskan gæja með vagn að selja hnetur og e-ð svona snakk. Var í svona gráum, síðum kufli (sem lítur út eins og síð skyrta). Reyndar þá getur verið að hann hafi bara verið að söngla að hann væri að selja dót frekar en bara að syngja yfirhöfuð.
Stoppuðum í sjoppu, sem var eiginlega bara eins og skápur úr steypu og þær vörur sem eru fyrir framan á borði eru settar í standrýmið inni þegar það er lokað. Þar keyptum við kex fyrir mig af því að mig langaði svo í Oreo.
Eeeen það eru ekki til Oreo kex hérna heldur er til sérstök egypsk útgáfa sem heitir því sjúklega frumlega nafni Borio.
Borio líta alveg út eins og Oreokex nema það stendur Borio á þeim, þau eru minni að þvermáli og það er minna krem á þeim. Og jú þau eru brún en ekki svona svört eins og Oreokex. Bassem sagði mér að á McDonalds í Egypt nota þeir Borio í Oreo McFlurryinn, þvílíkt svindl. Bragðið er samt mjög svipað og ég gæti alveg sætt mig við Borio ef það væri ekki svona lítið krem.
Kremið er essential!
Las um það í túristabæklingi í dag að fyrsta verkfallið í mannkynssögunni sem vitað er um var e-n tímann 1000 og e-ð fyrir krist þegar verkamenn sem voru að byggja grafhýsi neituðu að vinna útaf því að skammturinn þeirra af augnmálningu og rakakremi hafði seinkað.
Það sem virkilega skiptir máli haha!
Á meðan við löbbuðum komst ég líka að því að ég væri sennilega dauð ef ég væri hérna on my own. Ekki af því að Egyptar séu e-ð ofbeldisfullir svona úti á götu, það starir náttúrulega enginn á mig hérna, lítandi út eins og local.
Hinsvegar eru hér margir bílar. Bílar sem keyra hratt, flauta á fullu og birtast að því er virðist bara upp úr þurru. Yasmine sem betur fer var dugleg að grípa í mig ef ég ætlaði að ganga út í skjótann dauðann. Meira segja maður á reiðhjóli sem var næstum búinn að hjóla á okkur.
Það er náttúrulega eiginlega sjálfsagt mál að fólk gangi á götunum hérna. Heima gengur maður á götunni ef það er ekki gangstétt. Það er alls ekki málið hérna sýndist mér því það eru alveg gangstéttir en það virðist enginn nota þær.
Þær voru líka miklu hærri en maður er vanur, svona eins og að labba upp eina háa tröppu en ekki stíga upp á gangstétt.
Sá að pabba fannst það erfitt, enda slæmur í fótunum. Kannski eru Egyptar bara almenn slæmir í fótunum.
Það var enginn sérstakur kvöldmatur í kvöld enda borðuðum við æðislegan hádegismat sem innifól súpu - sem ég borðaði alla aldrei þessu vant! - langar grænar baunir í tómatsósu með hrísgrjónum, kjötbollur og kartöflur í tómatsósu og egypskt brauð.
Tómatsósa er ekki ketchup heldur svona.. tómat..sósa. You know what I mean!
Kvöldið er búið að vera rosalega kósí, ég og Bassem bjuggum til svona dagatals-plan yfir hvað við viljum gera þessa daga sem við verðum hér og meðal þess sem búið er að skrá niður á blað er að fara í Khan el Khalili sem er eldgamall basar í gamla hluta Cairo, fara að sigla á Níl, fara á eitthvað svaka fancy kaffihúsasvæði og kíkja í City Stars mollið sem er það stærsta í Egyptalandi (og jafnvel með því stærra á miðausturlöndum?), auðvitað eru Pýramídarnir og Sphinxinn á þessum lista sem og Cairo Museum og Tahrir torg. Hlakka ekkert smá til að komast þangað. Verður upplifelsi!
Talandi um Tahrir, Yasmine á nokkur myndbönd í símanum sínum síðan hún fór sjálf á Tahrir. Finnst það alveg frábært, að sjá þessi myndbönd sem hún tók sjálf upp.
Yasmine og Bassem eru bæði mjög ánægð með að Mubarak sé farinn en mér finnst eins og Bassem sé aðeins sannfærðari um að það sé gott. Mamma þeirra er ein af þeim sem fannst að það hefði átt að leyfa honum að klára út tímabilið sitt. En þau vona bara allt það besta.
Skyldi það á Bassem í gær þegar hann var að tala við pabba á arabísku að herinn væri ekkert æstur í að halda völdum hérna, sem er gott. Sko mig að átta mig á því samhengi! Hjálpaði reyndar að þau nota enskuslettur mikið, sem er ekkert endilega algengt hérna, heldur gera þau það bara.
Nú er ég nývöknuð og komin fram, planið í dag er að heimsækja einhverja gamla frænku sem ég er ekki alveg viss um hvað heitir, rámar í að það sé Magda, og sá sem ætlar að vera með okkur í dag er enginn annar en maðurinn sjálfur sem vildi giftast mér. Frábært. Það verður áhugavert.
Ég og pabbi ætlum líka að stoppa og kaupa póstkort og ég ætla að reyna að komast í hraðbanka og ná mér í pening svo ég þurfi ekki að hafa peningaveskið með of mikið.
Yasmine sagði mér svo í gær að hinn árlegi sandstormur er ekki kominn svo ef hann kemur á meðan við erum hér (sem væri náttúrulega stórmerkilegt upplifelsi) þá þyrftum við að hanga inni á meðan. Vonandi gerist þetta ekki og ef það þarf endilega að gerast þá taki það ekkert of langan tíma.
Svo fylgir þessu oft smá rigning og þá verður reyndar allt rosalega fallegt og grænt - því trén virðast frekar þurr hérna.. enda rignir voooðalega lítið.
Svo áður en ég lýk þessu langa upplýsingatroðna morgunbloggi ætla ég að tækla eitt málefni sem margir heima pæla mikið í.
Slæðumál.
Í fyrsta lagi ætla ég að flokka þetta rétt.
Fólk talar gjarnan um búrkur. Það sér konu með slæðu á hárinu og segir að hún sé í búrku.
En, búrka er aðeins og algjörlega aðeins sá klæðnaður sem er svartur og hylur konur frá toppi til táar og svo er misjafnt hvort það sést ekkert í andlit, bara í augu eða það sést í andlit. Þær búrkuklæddar konur hérna sem ég hef séð so far eru með andlitið sjáanlegt en það er að sjálfsögðu allur skalinn á þessu.
Búrkur geta reyndar verið öðruvísi á litinn en svartar en svo er líka algengt að í staðin fyrir að vera í búrku þá eru þær með slæðu, víða skyrtu og víðar buxur í stíl þannig að þetta rennur allt saman.
Svo er það bara slæðan. Konur sem ganga í "venjulegum" fötum (hvað er svosem venjulegt?) og eru með slæðu á hárinu eru ekki í búrku. Slæðan kallast hijaab.
Yasmine frænka mín er til dæmis með hijaab þegar hún fer út. Afhverju er hún með hijaab?
Hún gengur með hijaab af því að henni finnst hún líta út fyrir að vera eldri þegar hún er með hijaab. Hún vinnur náttúrulega í fyrirtæki pabba síns og er yfirmaður þar. Nema hvað að hún er með voðalega unglegt andlit og þegar maður sér hana slæðulausa, sem er bara alltaf hérna heima, þá finnst mér eins og hún sé í mesta lagi.. 24 ára en ekki 33. Þannig að hún vill líta út fyrir að vera eldri svo hún geti sinnt starfi sínu almennilega.
Það er misjafnt hvernig maður gengur með slæðuna, sumir láta hana hylja hálsinn líka, Yasmine gerir það ekki alltaf, hún bindur hana stundum í hnút aftan á hnakkanum og er bara með hana yfir hárinu.
Hún á líka nokkrar slæður sem hún skiptist á að nota, þetta er bara eins og hver annar tískufylgihlutur.
Við töluðum um þetta í gær, ég held til dæmis að ein af ástæðunum fyrir því að þær "púlla" þetta svona vel hérna er að þær eru allar með svo dökk augu og augnhár að það kemur ekkert endilega illa út. Eða mér finnst það amk.
Svo sagði hún mér líka að oft í fátækari hverfunum þá nota konur þetta af því að þær hafa ekki efni á því að fara á hárgreiðslustofur eða til að þvo hárið reglulega og þá hafa þær það frekar skítugt og nota slæðuna bara til að hylja það.
Sem ég skil alveg voðalega vel. Mér líður alltaf ömurlega þegar ég veit að hárið mitt er ógeðslega skítugt, væri ekkert óvitlaust að vera bara með slæðu til að hylja hárið þá!
Þannig að milli Egypta er rosalega mikill munur á þessu og þetta er alls ekkert endilega trúartengt, þó það sé auðvitað þannig að þegar konur fara í moskur verða þær að vera með hijaab og í langerma skyrtum og svona, þá dags daglega er það ekki endilega þannig.
Kona sem maður myndi sjá mjög mikið klædda að biðja fer kannski í vinnuna í gallabuxum og skyrtu.
Mamma krakkanna til dæmis þegar hún er að biðja hérna heima, sem hún gerir nokkrum sinnum á dag (hef aldrei séð þau tvö taka sér tíma og biðja, kannski einhver kynslóðarmunur?), klæðir sig upp fyrst. Setur á sig hijaab og vefur um sig stórum klút til að hylja líkamann frekar.
Svo þegar því er lokið þá klæðir hún sig úr því.
Vona að þetta hafi svarað einhverjum spurningum áhugasamra um þennan hluta menningarinnar.
Nóg í bili,
til hamingju með afmælið elsku mamma!
Ástarkveðjur frá Cairo,
Miriam Petra
Comments