Salam alaykum!

Með þessari færslu staðfestist að ég er komin á leiðarenda. Sem er voðalega ljúft.
Eða… alveg meira en bara ljúft. Það er frábært.
Flugið var mjög gott, flugfreyjurnar mjög næs. Lenti í því að panta vitlausan mat (eða frekar, þau klúðruðu matnum mínum) - jess - þannig að ég fékk mat sem var "May contain traces of nuts". Sjúklega sniðugt. En ég gat borðað salatið og brauðið með því og eftirréttinn reyndar (sem var voðalega súr) og svo fékk ég ferska ávexti á disk úr fyrsta farrými. Það var æði. Haha.
Stundum alltílæ að vera með ofnæmi sko.

Ég svaf ekkert í fluginu, horfði á Due Date með öðru auganu á meðan ég skoðaði egypsku frasabókina mína. Þegar ég loksins var orðin nógu þreytt til að geta sofnað vorum við komin að strandlengju Egyptalands.
Þá langaði mig eiginlega barasta ekkert að sofna og missa af aðfluginu.

Væmin eins og ég er þá felldi ég nokkur tár þegar við lentum. Kannski skiljanlegt svosum, trúði þessu varla.

Með tár í augunum og brosandi eins og hálfviti fór ég úr vélinni, á meðan pabbi stressaðist upp. Hann var alveg hundrað prósent viss um að hann kæmist ekki í gegnum vegabréfaeftirlitið verandi Egypti en með íslenskan passa.
Hann hafði reyndar hugsað aðeins of mikið um þetta þannig að hann var með gamla passann sinn, fæðingarvottorðin og gömlu "persónuskilríkin sín" eða ID card eins og allir í Egypt verða að hafa. Hans er reyndar alveg fáránlega gamalt og á myndinni er hann eins og Omar Sharif eða eitthvað (hann segir alltaf að hann sé eins og Saddam á þessari mynd en mér finnst það ekki..) með grásprengt hár og svart yfirvaraskegg. Sjúklega svalur.

Allavega, við komum í vegabréfaeftirlitið og gæinn tekur passann minn, skoðar hann, horfir á mig og stimplar hann.
Svo tekur hann passann hans pabba og spyr hann að einhverju, þeir fara að ræða eitthvað að pabbi sé fæddur í Egypt, hann nottla með e-ð sundurtætt eldgamalt egypskt fæðingarvottorð og það endar með að hann og gæinn eru farnir að chatta um nafnið hans pabba.
Tæknilega séð er pabbi skírður sem sonur millinafns afa. Sem hefur ollið e-m ruglingi.
Segjum að afi minn hafi heitið Jón Sveinn Jónsson og þá væri pabbi Sveinsson.

Anyway, svo endaði það á að þeir voru orðnir gúddí buddies og gæinn farinn að brosa og e-ð, stimplaði og skrifaði í passann hans pabba og rétti e-m annan gæja passann sem fór með passann til e-s annars gæja og þá vorum við góð.
Var orðin pínu smeik þegar þeir voru farnir að rétta passann sín á milli, kannski aldrei séð Egypta með íslenskan passa. Voða gaman.



Svo sáum við eftir á að gæinn hafði stimplað í passann hans pabba og skrifað "asli masri" sem beisklí þýðir "original egyptian" sem er sjúkt steikt.
En samt kúl. Hafði reyndar verið gert í gamla passann hans e-n tímann áður en mér fannst það kúl.

Þar sem það voru fáránlega fáir í vélinni voru töskurnar okkar sennilega búnar að hringsóla nokkuð þegar við komum að færibandinu svo við náðum þeim strax.
Við virtumst líka vera eina fólkið með ættingja sem voru að bíða á flugvellinum, þ.e. ekki túristar eða viðskiptamenn.

Var heillengi að átta mig á því að ég væri ekki að dreyma þegar við vorum búin að knúsa Yasmine og Bassem og grenja smá. Voða súrrealískt.

Svo keyrðum við heim til þeirra, tók miklu styttri tíma en ég hélt, virkilega næs. Sérstaklega þar sem það voru ekki bílbelti í bílnum hjá frændanum sem skutlaði okkur og þið vitið, Egyptar nota enga aðra umferðareglu en "ef einhver er fyrir þér þá flautaru.."

(sem er nota bene ástæðan f. því að ég er vöknuð núna. vaknaði reyndar við bænakallið í morgun. Vá það var sérstakt! Leið eins og maðurinn væri bara inni hjá mér að hrópa, ótrúlega sjarmerandi. Sofnaði samt aftur þá, svo það var bara kúl.)

Við komum í húsið og það lítur kannski ekkert voða vel utan frá, en flest húsin gera það heldur ekki. Þau búa alveg á 5. eða 6. hæð og það er engin lyfta svo maður varð bara að sætta sig við tröppurnar.
Þegar við komum inn á jarðhæðina hugsaði ég "vá mig minnti að þau hefðu búið í frekar fancy húsi.." - fáránlega skítugur stigagangur, eldgamlar dyr og subbulegir veggir.
Svo fórum við upp tvær hæðar.

Þá voru dyrnar orðnar nýrri, veggirnir með málningu og tröppurnar úr e-m fancy steini. Kúl, þetta er nú allt í lagi.

Einn stigapallur í viðbót og dyrnar voru úr einhverjum fáránlega fancy útskornum viði. Fáránlega massífar dyr. OK næsone.

(as we speak er búið að spila tvær stuttar útgáfur af egypska þjóðsönginum.. fyrst með einhverjum börnum að syngja og svo bara tónlist. Egypski fáninn blaktir á bakvið og þetta endar með "islam ya masri"  - á arabísku reyndar, pabbi þýddi, og þýðir "friður Egypt"
krúúúúttlegt Egypt dagsins).

Allavega dyrnar. Svo löbbum við upp einn eða tvo stigapalla í viðbót, man ekki alveg en jæja erum komin í alveg frekar fancy áklæðningar og dyr. Held að það búi einhver á hæðinni fyrir ofan en það er amk fáránlega pirrandi hundur í íbúðinni hliðiná sem geltir fáránlega mikið þegar hann sensar að e-r er á gangi á stigaganginum.
Á sennilega að virka sem þjófavörn.

Anyway. Ég var eiginlega half dolfallin yfir íbúðinni, ég man hana að sjálfsögðu ekki alveg síðan ég var hérna síðast þar sem við komum bara í heimsóknir hingað, en vá.

Húsgögnin eru öll svo fancy looking, fallegir sófar með gylltri málningu, eldgamalt voða svona "ég er egypskur prins" sófasett og fuuuullt af fallegu smádóti út um allt. En samt rosa snyrtilegt.

Já og þau eru með þjónustustelpu. Held að þetta sé sama stelpan og var hérna þegar ég var lítil, amk miðað við að pabbi sagði að við hefðum leikið okkur saman þegar við vorum litlar.
Held að hún sé samt semi partur af fjölskyldunni, fatta þetta ekki alveg.
Hún amk leggur á borð mat og svona og tekur til eitthvað greinilega en svo sest hún alveg og fær sér ís með mömmu Yasmine og Bassem og þær spjalla e-ð.

Anyway, held að þetta sé að verða komið í bili.
Dagurinn í dag verður bara rólegheit, enda er ég ekki búin að sofa neitt voða mikið.

Já hey.
Komst að því í gærkvöldi að ég er með voða karlmannlegar hendur af því að ég fjarlægi ekki hárin af höndunum á mér.
Ég var e-ð "whaaat rakiði hárin?" og Yasmine hló að mér. Í Egyptalandi fjarlægja stelpur öll hár af fótum, höndum og í handakrikanum með einhverju hunangs-sykur-klísturs-vax-thingy og ég er því með hendur eins og karlmaður þar sem hendurnar á mér eru eins og á apa.

Við hlógum endalaust að þessu í gær, þannig að pabbi vaknaði og skammaði okkur fyrir að tala of hátt haha (og ég var með áhyggjur af því að við myndum ekki hafa nóg til að tala um!) og ákváðum að við fyrsta tækifæri yrðu hárin á höndunum á mér fjarlægð svo ég yrði ekki e-ð social outcast hérna með of loðnar hendur.

Frábært!
Ahlan!

Comments

Yasmine Awad said…
we 3alaykom el Salam :)

Popular Posts