Matarboð

English below this! 
Ætla að hafa þetta stutt í dag.
Gærdagurinn var mjög fínn, fórum með Hafez í Korba verslunarsvæðið og svo heim til frænku minnar sem heitir Magda og borðuðum þar.
Hafez var ekki mikið að gera sig líklegan til að biðja mig um að gifast sér og var í rauninni virkilega almennilegur og hjálpsamur.
Líkar miklu betur við hann núna. Ætla samt ekki að giftast honum.
Pabbi er farinn að skoða það að leigja kannski íbúð hérna e-r staðar í framtíðinni, væri geðveikt að geta þá heimsótt hann.
Í dag er frídagur og það er eiginlega alveg augljóst, þegar ég vaknaði í morgun voru ekki nærri eins margir að flauta úti á götu. Haha.

Í Korba keyptum við nokkur póstkort og frímerki og svo fundum við líka leikfangabúðina sem pabbi keypti fyrstu leikfangalestina sína í. Búðin er enn á sama stað og mér skilst að gæinn sem vinnur þarna núna sé sonur gæjans sem vann þarna þegar pabbi var lítill.
Þetta þótti mér skemmtilegt.

Ég tók fullt af myndum af random hlutum í gær, á vélina hans pabba, af því að mín var batteríslaus. Var að reyna að fanga smáatriði, það er svo mikið af þeim. Útskornum myndum á húsum og þessháttar.

Við fórum líka á kaffihús og ég og pabbi fengum okkur egypska Stellu. Hún var rosa góð, minnti mig á Efes!
Maturinn í gær var fáránlegur. Fáránlega góður og fáránlega mikill. Vorum alveg 9 í "lunch" klukkan 7 og þetta var svo allt annað en ég er vön.
Heima er maður bara að skófla í sig mat og að reyna að klára hann sem fyrst, hérna tekur maður sér sjúklega mikinn tíma og fær sér oft á diskinn.
Eitthvað sem ég þarf að læra að gera haha.. fékk mér einu sinni, kláraði af honum og var pakksödd og þá var Magda að bjóða mér meira og meira (útaf maður fær sér nottla oft, ekki bara einu sinni..) og ég bara gaaaat ekkiii klárað.
Vona að ég hafi ekki móðgað neinn!

Í gærkvöldi komu svo systir Azza, Maha dóttir hennar og kærastinn hennar Möhu(?) til okkar og við borðuðum kökur með þeim og horfðum á sjónvarpið. Maha var svo indæl að kaupa köku sem var hnetulaus, voru eflaust egg í henni en mér var svosem sama!
Í dag förum við Yasmine út að hitta e-ð fólk, það verður örugglega fínt.

Blogga aftur í kvöld ef það verður gaman!

-----
I promised some people I'd also blog in English, so.. here is what this was all about.
Yesterday we went to Korba shopping center with Hafez and we bought a couple of postcards and stamps. We also stopped at Christo's which is the toystore where daddy bought his first toy train (he loves those!)
After that we went to a Swiss Café and got drinks, I got Egyptian Stella! It was very good, reminded me of Efes, the Turkish beer.
Later we went to aunt Magda's for "lunch" - dinner.. - veeeery good food and sooo much. I felt like I was getting fat just by looking at it haha.
There I also tried some non alcaholic beer that tasted like water.
After that we went home again and when we arrived to the apartment Azza's sister and her daughter Maha were there. Bassem and Azza didn't go with me and daddy for the dinner at Magda's but Yasmine came there after work.
So we sat down with them and ate cake and had tea - thanks to Maha I got cake too, because she bought one cake that was Miriam-friendly (with no peanuts!) - I was veeery happy.


Yasmine and I stayed up late to look at pictures in her computer and chat and now it's Friday, it's holiday so breakfast is going to be something very good, already ate a bit of falafel, was so good.
We're going out today me and Yaz.
I'll find time to blog more later!

Love, Ást og Friður
Miriam

Comments

Popular Posts