Hinn afslappaði fyrsti dagur

        Nú er sólin orðin dökkgul og ég get eiginlega ekki beðið eftir að sjá fyrsta sólsetrið mitt hérna (reyndar er sólin sest núna því skrifaði bloggið upp í textaforrit fyrir svona klukkutíma útaf pabbi var að nota netlykilinn.... ég semi missti af því af því að það voru ský fyrir, damn it, fyrsta verður á mrg! )

Versta við það er að ég sé hvað skjárinn á tölvunni minni er skítugur. Þarf að þrífa hann. Sit og horfi á Fatafeat sem er sjónvarpsstöð sem sýnir bara matreiðsluþætti, uppáhald Azza skilst mér. Var að horfa á matreiðsluþátt með Mörthu Stewart, finnst rosa fyndið að hann sé sýndur hérna með arabískum texta.

Fleiri pælingar með þjónustustelpuna. Hún er rosalega sæt, en talar nánast enga ensku og miðað við hvað pabbi segir þá held ég að hún hafi aldrei farið í skóla. Þetta er stelpan sem var hérna þegar ég var lítil og ég gaf henni sandalana mína þegar ég fór. Gleymi því hvað hún var þakklát. Er úr fátækri fjölskyldu en virðist samt hafa það fínt, brosir rosa mikið og fötin hennar eru rosa snyrtileg.
Hún kemur alltaf öðru hverju og bíður manni te. "Shai?".
Okkur finnst þetta rosalega skrítið. Ef mig myndi langa í samloku myndi ég ekki fara inn í eldhús og smyrja samloku heldur myndi ég segja við hana að mig langaði í samloku. Ekki það að ég gæti það á arabísku en svona, sem dæmi. Þá myndi það vera hennar starf bara að fara og smyrja samloku fyrir mig. Ég sat í morgun og var að ganga frá dótinu í töskunni minni, setja fötin í hillurnar sem ég fékk og skipuleggja allt draslið sem ég er með og hún er að búa um rúmið í herberginu og svo spyr hún mig "Help?" sem ég náttúrulega afþakka en ég held að hún verði að spyrja.
Var pínu óþægilegt.

Svo hef ég pælt í því hvort hún sé heppin eða hvort það sé almennt svona, en eins og áðan voru Azza (Azza er nota bena ekkja Samirs sem var bróðir pabba, og móðir Yasmine og Bassem) og hún inni í eldhúsi og voru mjög mikið að tala og hlæja. Á meðan krakkarnir eru í vinnunni, þau vinna bæði í fyrirtækinu sem pabbi þeirra átti, eru þær tvær hérna heima. Í gærkvöldi sátu þær saman og borðuðu ís á meðan ég og Yasmine vorum að blaðra og Bassem og pabbi voru e-ð að bonda yfir einhverju tölvustússi.
Hvað veit ég nema að það sé algengt að vera náinn heimilishjálpinni en það er eflaust þannig einhvers staðar að það sé farið illa með þær og talað niður til þeirra.
Þau hérna virðast amk þakka henni fyrir allt og meira segja kennir Azza henni að elda (virðast hafa sameiginlegt áhugamál þar) og hrósar henni fyrir matinn sem hún gerir.
Eða gerði það allavega áðan þegar hún eldaði kjötbollur fyrir okkur. Í hádegismat. Klukkan hálf 3. Hún er kannski svona 2-3 árum eldri en ég held ég, ef ég var ekki búin að minnast á það.
Hérna heitir eiginlega allt sem er stór máltíð "lunch". Á morgun er okkur boðið í lunch klukkan 7. Semsagt, kvöldmat. En þau kalla það lunch.
Fokksmíöpp sko.

Á meðan krakkarnir eru ekki heima hef ég leyft mér að hnísast pínu í herberginu þeirra. Ekkert ofan í skúffur eða eitthvað og pabbi sefur líka þarna inni þannig að þetta er voða public allt saman. Þau eru enn með sama herbergi, sem er örlítið skrítið þar sem þau eru orðin 33 og 27 ára, en víst mjög eðlilegt hérna. Mér skilst líka á þeim að þau gisti stundum hjá vinum sínum. Sérstaklega útaf þessu blessaða útgöngubanni.
Allavega, ég sá að Yasmine var með límmiða á skápahurðinni sem á stóð I <3 Boyzone. Mér fannst það fyndið. Bassem er búinn að líma fullt af Metallica límmiðum út um allt, Metallica nær líka til Egyptalands, svo mikið er víst. Oooog líka Pamela Anderson obviously. Nú reyndar ekki eitthvað voðalega dónalegar myndir af henni sem hann er búinn að klippa út og líma á skrifborðið sitt, auk einnar úrklippu af teiknimyndaútgáfunni af Löru Croft og einhverri annarri gellu. Fullkomlega eðlilegt.
Yasmine er líka með límmiða með mynd af e-m gaur inni í skápnum sínum, voðaleg 90's týpa, veit ekki hver það er - sennilega e-r úr Boyzone.

Þrátt fyrir að hafa allaf verið frekar mikið vestrænt arabaraíki þá virðist það vera þannig að nú fyrst má fólk í Egyptalandi leiðast. Sáum par ganga yfir götuna hérna fyrir framan húsið áðan og þau leiddust. Pabbi segir að þetta hefði aldrei sést fyrir byltinguna. Þessi bylting hefur líka orðið til þess að fólk hendir rusli mun frekar á svona "ruslapick-up staði" þar sem ruslabíllinn tekur það. Áður henti fólk rusli bara einhverstaðar.
Svo er líka byrjað að uppfæra leigubílaflotann. Það er fullt af leigubílum hérna en þeir sem eru frá stærsta fyrirtækinu og maður á að vera viss um að séu ekki eknir af brjálæðingum eða peningasvindlurum eru svartir og hvítir. Núna er verið að skipta út þessum svörtu og hvítu (sem eru margir eldgamlir og af mismunandi tegundum, engin sérstök tegund) fyrir nýrri bíla og þeir eru hvítir. Þessir sérstöku leigubílar eiga semsagt að vera auþekkjanlegir.

    Hérna eru svo matvöruverslanir opnar langt fram á kvöld og apótek líka, veit ekki hvort þau séu ennþá opin allan sólarhringinn þar sem það er náttúrulega útgöngubann ennþá, en ég fékk e-n túristabækling hjá Yasmine síðan fyrir byltingu þar sem stendur að apótek séu opin 24/7.
Auk þess þá er hægt að fá heimsendingarþjónustu á nánast öllu hér.
Frá McDonalds til lyfja greinilega og jafnvel þjónustu sem maður myndi ekki búast við að væri í boði til heimsendingar. Til dæmis kom maður hérna áðan til að taka einhverja fatahrúgu sem var að koma úr þvotti, hann straujar þau og kemur með þau til baka. Heimsendingarþjónusta á straujun.

    Ég hef blessunarlega ekki fengið neitt ofnæmi ennþá fyrir kettinum þeirra, Koky (borið fram cookie), og finnst mér það mjög mikið gleðiefni. Er reyndar með smá hálsbólguafganga frá Íslandi (nema ég hafi nælt mér í eitthvað nýtt í London). Ekkert sem smá te lagar ekki held ég.
Drakk einmitt mikið te í dag, sérstaklega úti á svölum. Það var sko æði.


Ætla að hvíla tölvuna aðeins, hún er þreytt.
Bai min Misr.

Comments

Yasmine Awad said…
Ya Salam,,, Miriam Sitting (a3da) in (Fe) the sun (el Shams) in (fe) our Balcony (Balcona Beta3etna) :)

Miriam a3da fel Shams fel Balacona Beta3tna :D

Yalla Repeat Loud :)

Ana Ba7ebek,, mwah
Miriam Petra said…
coool,
ana ba7ebek ya yasmina :)

Popular Posts