Apinn Loza og Khan el Khalili by night
Jæja, nú er víst kominn tími á blogg. Held ég hafi þetta dagaskipt. English below!
Sunnudagur 27.mars
Var voðalega rólegur og góður, veðrið var frábært. Heimsóttum gamla frænku sem býr rétt hjá Korba, sem er verslunarsvæði. Korba Korba! finnst þetta svo fyndið nafn.
Til að byrja með var ég bara ein með þeim tveim og það var ekkert voðalega mikið stuð að sitja bara og hlusta á arabísku svo ég fór út á svalir með iPodinn minn - voru btw risastórar miðað við margt sem ég hef séð hérna - horfði á fólkið á götunni fyrir neðan og tanaði í sólinni.
Það var hriiiikalega ljúft. Mér finnst ég samt ekkert hafa tanað eitthvað. Held samt að það hljóti að vera, ég tek ekkert eftir því. Ekki mitt að dæma kannski. En svo komu tvær frænkur sem ég gat talað við og það var mjög gaman enda báðar mjög næs, og önnur meira segja nafna mín.
Allavega eftir heimsóknina fórum við á smá rölt.
Nú er kall með kerru að labba fram og til baka og söngla "bikyat bikyat" - sem þýðir rusl.
Ef fólk er með eitthvað eins og dollur eða eitthvað sem það vill losna við þá fer það með það til hans. Hann tekur samt ekki allt rusl sko, það er á svona rusla"stöð". Voða skemmtilegt.
Mánudagur
Mánudagurinn var voðalega skemmtilegur. Ég ætlaði að biðja Maha um að koma með mér að versla en þegar Yasmine hringdi í hana þá var hún búin að ákveða að fara í dýragarðinn með vinum sínum. Svo mér var bara boðið að fara með. Sem ég þáði.
Það var alveg ææðislega gaman. Veðrið var gott og ég var eiginlega of vel klædd því ég bjóst semi við því að það væri aðeins meira kul í vindinum.
Sem það var ekki.
En það var rosalega gaman að hanga með egypskum krökkum á mínum aldri. Í bílnum hlustuðum við á bæði arabíska og venjulega popp tónlist - auk þess sem ég fékk að lauma nokkrum íslenskum slögurum að. Eins og... Gordjöss og Par Avion. Ég hefði líklegast verið frumlegri í lagavali hefði ég verið með ipodinn en ekki símann.
Dýragarðurinn í Cairo gæti verið einhver fallegasti dýragarður í heimi. Byggingarnar og stíllinn er svo glæsilegur og gamaldags og það er fullt af sjaldgæfum trjám og plöntum þarna. Eeeen eins og margt annað í Cairo er hann í þvílíkri niðurníðslu og þeir sem vinna þarna treysta rosalega mikið á tips.
Þarna er líka leyfilegt - amk núna - að gera ýmislegt sem ekki má í öðrum dýragörðum.
Eins og að borga gæja fyrir að fá að halda á ljónsunga. Eða leika við simpansa.
Sem er náttúrulega æææði! Simpansinn var sérstaklega hress. Hún hét Loza og var voðalega flippuð.
Fannst gaman að fikta í töskunni minni og kleip meira segja í brjóstið mitt, sem uppskar mikinn hlátur.
Var voða áhugavert að vera svona nálægt simpansa, þau eru svo rosalega lík okkur!
Við fengum til dæmis að kitla hana og hún hló og hló og hló - var reyndar með mjög krípí hlátur og það fríkaði mig pínu út haha.
Ljónsunginn sem ég hélt á var ekki eins hress. Hann var bara e-ð "jájá haltu á mér, taktu mynd, má ég fara bleh"
Voða chillaður á því. Loza er greinilega orðin professional í þessum myndatökum.
Svo var annar simpansi í búri þarna sem var voðalega pirrandi. Hann greip í töskuna mína þegar ég labbaði framhjá og reyndi að slá af mér gleraugun. Dýragarðsvörðurinn bjargaði mér samt frá honum strax en þegar við vorum að fara voru Hagar og Ola e-ð að gretta sig á hann og þá henti hann gulrótum í okkur haha.
Voða stuð!
En dýrin mættu svosem alveg vera hressari og dýragarðurinn í betra ásigkomulagi. Sem er einmitt það sem flestir hérna vona að fari að gerast um leið og landið fer að verða komið í gott horf aftur.
Sem tekur að sjálfsögðu tíma.
Lögreglumönnum fjölgar btw dag frá degi - sem mér finnst æði - og nú er búið að breyta útgöngubanninu.
Það er aðeins frá 2 eftir miðnætti til klukkan 5 að morgni.
Allir voða hressir með það.
Nema kannski pabbi minn sem virðist ekki geta sleppt því að hafa áhyggjur af mér, hvar svosem í heiminum ég er.
Eftir dýragarðinn vorum við heillengi í umferð. Þá sá ég í fyrsta sinn umferðaljós í Cairo en þau eru bara með blikkandi gulu ljósi í miðjunni. Gera svosem ekki mikið gagn og ég held að enginn myndi fara eftir þeim hvort sem er. Voða traustvekjandi!
Í Cairo má líka troða eins mörgum og komast í bílinn og keyra. Það skiptir ekki máli og maður er ekki sektaður fyrir það. Mjög áhugavert.
Á meðan við sátum í umferðinni og keyrðum rosalega hægt þá kom einhver með þá snilldar hugmynd að spila spil.
Og ég bara.. jújú why not.
Nema bara hvað að bílstjórinn, Ola, var líka með.
That's how you roll in Egypt I guess.
Ég vann, mjög skemmtilegt að minnast á það, og þ.a.l. mátti ég skipa þeim sem tapaði að gera eitthvað.
Ég var nú ekki alveg viss hvað ég ætti að gera svo það endaði á að hún stakk hausnum út um gluggann og hrópaði eitthvað svona "áfram Egypt við vinnum þennan leik" dæmi - sem er voða famous en meikaði ekkert sense því það var enginn leikur í gangi.
Allavega, gleymdi að minnast á það að þegar við komum að bílnum hennar Ola eftir dýragarðinn þá var stór lögreglubíll búinn að klessa á hann. Yndislega frábært. Og litli sæti bleiki bíllinn hennar klesstur upp við eina af alltof háu gangstéttunum í Cairo og svona 10 lögreglumenn að reyna að lyfta honum því bíllinn og stóri löggubíllinn voru e-n veginn búnir að krækjast saman.
Það tókst fyrir rest og bíllinn beyglaðist alveg soldið en það virðist vera frekar eðlilegt hér í Cairo því svona korteri seinna var Ola orðin voðalega hress aftur.
Var líka ekki tekin nein skýrsla, enda hef ég tekið eftir því að flest allir bílar hérna eru frekar rispaðir.
Eftir þetta skelltum við Maha okkur í magadanstíma, sem var skrautlegt, hún var meira segja næstum jafn slæm og ég - síðan mætti Yasmine á svæðið og hún er náttúrulega alveg semi pro í þessu því hún æfði magadans í mörg ár.
Þá leið mér enn meira kjánalega. En hún kenndi mér svo einhver spor svo þetta verður vonandi bara allt í lagi hjá mér þegar ég kem heim.
Svo fórum við og fengum okkur take away í bílnum. Yasmine varð reyndar eftir og tók smá meiri leikfimi en hitti okkur svo.
Eftir að hafa étið fáránlega gott kebab og kofta (ó guð....mmmm..) þá fórum við til Khan el Khalili.
Það var rosalega skemmtileg upplifun.
Khan el khalili er rosalega gamall hluti af Cairo, rosalega mikil fátækt þar líka en mjög fallegt.
Við settumst niður og fengum okkur te og sheishu og horfðum á stjörnurnar. Ljúfa líf!
Í gær fórum við og heimsóttum frænku mína sem býr á 22.hæð í blokk við bakka Nílar.
Útsýnið þar er fáránlegt.
Algjörlega fáránlegt!
Ég var alveg dolfallin.
Maturinn hjá henni var líka rosalega góður. Svo bauð bróðir hennar mér vinnu, sem er virkilega áhugavert og ég ætla alveg að íhuga að taka, þarf ekkert að gera það strax, gæti þessvegna komið hingað í haust og farið að vinna í nokkra mánuði.
Í gærkvöldi fórum við Yasmine út á kaffihús og spjölluðum, það var voðalega ljúft.
Allavega. Þetta er það sem hefur á daga mína drifið.
Á morgun verða það mögulega pýramídarnir og svo á föstudag er það Ayn a Shokna - The Hot Eye.
Sem er strönd við Rauðahafið!!
Gífurlega spennandi!
Anyway.
English version
On sunday I went with dad to visit my aunt Nagwa and we also met two of my cousins there. It was nice but before the cousins came I was quite bored since daddy and Nagwa were talking in arabic and I of course couldn't understand anything.
So I just went out to the nice, big balcony and listened to my ipod and watched the life in the street below. It was very nice.
On Monday I went with Maha's friends to the zoo. The Cairo Zoo could be one of the greatest zoo's in the world but unfortunately, like many other things, it is in bad condition.
So it's dirty and some of the houses dont have roofs anymore.
I hope this will change because it would be a nice attraction for tourists.
In the zoo I held a baby lion and played with a chimp. It was so fun!
The kids were great, so funny and I tought them to swear in icelandic. They also tought me some bad arabic words, I dont remember them all.
After the zoo I had a very funny belly dance class - I just did something and probably looked like an idiot. But hey, I had fun!
Then we went to Khan el Khalili and had tea and sheisha and watched the stars.
It was wonderful.
Khan el Khalili is beautiful in the evening. Saw some buildings that were built in 1700 something - they were amazing. Everything there is amazing. I cant wait to visit Khan el Khalili in daylight so I can take some better pictures of it.
Yesterday we visited aunt Bossaina who lives on the 22nd floor of a building on the banks of the Nile. The view was amazing!
The food was also very good. They were all very friendly and nice and my uncle Mahmood offered me a job if I ever want to stay in Egypt.
I might even think about it!
Anyway, now I'm going to study arabic with Azza!
Cheers!
Sunnudagur 27.mars
Var voðalega rólegur og góður, veðrið var frábært. Heimsóttum gamla frænku sem býr rétt hjá Korba, sem er verslunarsvæði. Korba Korba! finnst þetta svo fyndið nafn.
Til að byrja með var ég bara ein með þeim tveim og það var ekkert voðalega mikið stuð að sitja bara og hlusta á arabísku svo ég fór út á svalir með iPodinn minn - voru btw risastórar miðað við margt sem ég hef séð hérna - horfði á fólkið á götunni fyrir neðan og tanaði í sólinni.
Það var hriiiikalega ljúft. Mér finnst ég samt ekkert hafa tanað eitthvað. Held samt að það hljóti að vera, ég tek ekkert eftir því. Ekki mitt að dæma kannski. En svo komu tvær frænkur sem ég gat talað við og það var mjög gaman enda báðar mjög næs, og önnur meira segja nafna mín.
Allavega eftir heimsóknina fórum við á smá rölt.
Nú er kall með kerru að labba fram og til baka og söngla "bikyat bikyat" - sem þýðir rusl.
Ef fólk er með eitthvað eins og dollur eða eitthvað sem það vill losna við þá fer það með það til hans. Hann tekur samt ekki allt rusl sko, það er á svona rusla"stöð". Voða skemmtilegt.
Mánudagur
Mánudagurinn var voðalega skemmtilegur. Ég ætlaði að biðja Maha um að koma með mér að versla en þegar Yasmine hringdi í hana þá var hún búin að ákveða að fara í dýragarðinn með vinum sínum. Svo mér var bara boðið að fara með. Sem ég þáði.
Það var alveg ææðislega gaman. Veðrið var gott og ég var eiginlega of vel klædd því ég bjóst semi við því að það væri aðeins meira kul í vindinum.
Sem það var ekki.
En það var rosalega gaman að hanga með egypskum krökkum á mínum aldri. Í bílnum hlustuðum við á bæði arabíska og venjulega popp tónlist - auk þess sem ég fékk að lauma nokkrum íslenskum slögurum að. Eins og... Gordjöss og Par Avion. Ég hefði líklegast verið frumlegri í lagavali hefði ég verið með ipodinn en ekki símann.
Dýragarðurinn í Cairo gæti verið einhver fallegasti dýragarður í heimi. Byggingarnar og stíllinn er svo glæsilegur og gamaldags og það er fullt af sjaldgæfum trjám og plöntum þarna. Eeeen eins og margt annað í Cairo er hann í þvílíkri niðurníðslu og þeir sem vinna þarna treysta rosalega mikið á tips.
Þarna er líka leyfilegt - amk núna - að gera ýmislegt sem ekki má í öðrum dýragörðum.
Eins og að borga gæja fyrir að fá að halda á ljónsunga. Eða leika við simpansa.
Sem er náttúrulega æææði! Simpansinn var sérstaklega hress. Hún hét Loza og var voðalega flippuð.
Fannst gaman að fikta í töskunni minni og kleip meira segja í brjóstið mitt, sem uppskar mikinn hlátur.
Var voða áhugavert að vera svona nálægt simpansa, þau eru svo rosalega lík okkur!
Við fengum til dæmis að kitla hana og hún hló og hló og hló - var reyndar með mjög krípí hlátur og það fríkaði mig pínu út haha.
Ljónsunginn sem ég hélt á var ekki eins hress. Hann var bara e-ð "jájá haltu á mér, taktu mynd, má ég fara bleh"
Voða chillaður á því. Loza er greinilega orðin professional í þessum myndatökum.
Svo var annar simpansi í búri þarna sem var voðalega pirrandi. Hann greip í töskuna mína þegar ég labbaði framhjá og reyndi að slá af mér gleraugun. Dýragarðsvörðurinn bjargaði mér samt frá honum strax en þegar við vorum að fara voru Hagar og Ola e-ð að gretta sig á hann og þá henti hann gulrótum í okkur haha.
Voða stuð!
En dýrin mættu svosem alveg vera hressari og dýragarðurinn í betra ásigkomulagi. Sem er einmitt það sem flestir hérna vona að fari að gerast um leið og landið fer að verða komið í gott horf aftur.
Sem tekur að sjálfsögðu tíma.
Lögreglumönnum fjölgar btw dag frá degi - sem mér finnst æði - og nú er búið að breyta útgöngubanninu.
Það er aðeins frá 2 eftir miðnætti til klukkan 5 að morgni.
Allir voða hressir með það.
Nema kannski pabbi minn sem virðist ekki geta sleppt því að hafa áhyggjur af mér, hvar svosem í heiminum ég er.
Eftir dýragarðinn vorum við heillengi í umferð. Þá sá ég í fyrsta sinn umferðaljós í Cairo en þau eru bara með blikkandi gulu ljósi í miðjunni. Gera svosem ekki mikið gagn og ég held að enginn myndi fara eftir þeim hvort sem er. Voða traustvekjandi!
Í Cairo má líka troða eins mörgum og komast í bílinn og keyra. Það skiptir ekki máli og maður er ekki sektaður fyrir það. Mjög áhugavert.
Á meðan við sátum í umferðinni og keyrðum rosalega hægt þá kom einhver með þá snilldar hugmynd að spila spil.
Og ég bara.. jújú why not.
Nema bara hvað að bílstjórinn, Ola, var líka með.
That's how you roll in Egypt I guess.
Ég vann, mjög skemmtilegt að minnast á það, og þ.a.l. mátti ég skipa þeim sem tapaði að gera eitthvað.
Ég var nú ekki alveg viss hvað ég ætti að gera svo það endaði á að hún stakk hausnum út um gluggann og hrópaði eitthvað svona "áfram Egypt við vinnum þennan leik" dæmi - sem er voða famous en meikaði ekkert sense því það var enginn leikur í gangi.
Allavega, gleymdi að minnast á það að þegar við komum að bílnum hennar Ola eftir dýragarðinn þá var stór lögreglubíll búinn að klessa á hann. Yndislega frábært. Og litli sæti bleiki bíllinn hennar klesstur upp við eina af alltof háu gangstéttunum í Cairo og svona 10 lögreglumenn að reyna að lyfta honum því bíllinn og stóri löggubíllinn voru e-n veginn búnir að krækjast saman.
Það tókst fyrir rest og bíllinn beyglaðist alveg soldið en það virðist vera frekar eðlilegt hér í Cairo því svona korteri seinna var Ola orðin voðalega hress aftur.
Var líka ekki tekin nein skýrsla, enda hef ég tekið eftir því að flest allir bílar hérna eru frekar rispaðir.
Eftir þetta skelltum við Maha okkur í magadanstíma, sem var skrautlegt, hún var meira segja næstum jafn slæm og ég - síðan mætti Yasmine á svæðið og hún er náttúrulega alveg semi pro í þessu því hún æfði magadans í mörg ár.
Þá leið mér enn meira kjánalega. En hún kenndi mér svo einhver spor svo þetta verður vonandi bara allt í lagi hjá mér þegar ég kem heim.
Svo fórum við og fengum okkur take away í bílnum. Yasmine varð reyndar eftir og tók smá meiri leikfimi en hitti okkur svo.
Eftir að hafa étið fáránlega gott kebab og kofta (ó guð....mmmm..) þá fórum við til Khan el Khalili.
Það var rosalega skemmtileg upplifun.
Khan el khalili er rosalega gamall hluti af Cairo, rosalega mikil fátækt þar líka en mjög fallegt.
Við settumst niður og fengum okkur te og sheishu og horfðum á stjörnurnar. Ljúfa líf!
Í gær fórum við og heimsóttum frænku mína sem býr á 22.hæð í blokk við bakka Nílar.
Útsýnið þar er fáránlegt.
Algjörlega fáránlegt!
Ég var alveg dolfallin.
Maturinn hjá henni var líka rosalega góður. Svo bauð bróðir hennar mér vinnu, sem er virkilega áhugavert og ég ætla alveg að íhuga að taka, þarf ekkert að gera það strax, gæti þessvegna komið hingað í haust og farið að vinna í nokkra mánuði.
Í gærkvöldi fórum við Yasmine út á kaffihús og spjölluðum, það var voðalega ljúft.
Allavega. Þetta er það sem hefur á daga mína drifið.
Á morgun verða það mögulega pýramídarnir og svo á föstudag er það Ayn a Shokna - The Hot Eye.
Sem er strönd við Rauðahafið!!
Gífurlega spennandi!
Anyway.
English version
On sunday I went with dad to visit my aunt Nagwa and we also met two of my cousins there. It was nice but before the cousins came I was quite bored since daddy and Nagwa were talking in arabic and I of course couldn't understand anything.
So I just went out to the nice, big balcony and listened to my ipod and watched the life in the street below. It was very nice.
On Monday I went with Maha's friends to the zoo. The Cairo Zoo could be one of the greatest zoo's in the world but unfortunately, like many other things, it is in bad condition.
So it's dirty and some of the houses dont have roofs anymore.
I hope this will change because it would be a nice attraction for tourists.
In the zoo I held a baby lion and played with a chimp. It was so fun!
The kids were great, so funny and I tought them to swear in icelandic. They also tought me some bad arabic words, I dont remember them all.
After the zoo I had a very funny belly dance class - I just did something and probably looked like an idiot. But hey, I had fun!
Then we went to Khan el Khalili and had tea and sheisha and watched the stars.
It was wonderful.
Khan el Khalili is beautiful in the evening. Saw some buildings that were built in 1700 something - they were amazing. Everything there is amazing. I cant wait to visit Khan el Khalili in daylight so I can take some better pictures of it.
Yesterday we visited aunt Bossaina who lives on the 22nd floor of a building on the banks of the Nile. The view was amazing!
The food was also very good. They were all very friendly and nice and my uncle Mahmood offered me a job if I ever want to stay in Egypt.
I might even think about it!
Anyway, now I'm going to study arabic with Azza!
Cheers!
Comments